Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 16:28 Guðni forseti ásamt Gonzalo og Heiðari með viðurkenningar sínar. Forseti Íslands Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023. Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís. Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís.
Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira