„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 18. janúar 2024 21:25 Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira