Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:42 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælti í gær harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu, sem fengið hefur vinnuheitið Búrfellslundur. Landsvirkjun tilkynnti á miðvikudag útboðið og var það gert með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið, sem er nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ sagði í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í gær. Landsvirkjun segir í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að einhvers misskilnings gæti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra. „Og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að það að hefja útboð með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sé vissulega óhefðbundið en með þessu sé líklegt að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026. Enginn þurfi að velkjast í vafa um staðsetningu Búrfellslundar enda hafi vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið staðið síðan í desember 2022 með Rangárþingi ytra, sem hafi skipulagsvald á svæðinu. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Orkumál Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælti í gær harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu, sem fengið hefur vinnuheitið Búrfellslundur. Landsvirkjun tilkynnti á miðvikudag útboðið og var það gert með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið, sem er nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ sagði í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í gær. Landsvirkjun segir í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að einhvers misskilnings gæti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra. „Og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að það að hefja útboð með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sé vissulega óhefðbundið en með þessu sé líklegt að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026. Enginn þurfi að velkjast í vafa um staðsetningu Búrfellslundar enda hafi vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið staðið síðan í desember 2022 með Rangárþingi ytra, sem hafi skipulagsvald á svæðinu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Orkumál Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22