Hvað kostar forsetinn? Ástþór Magnússon skrifar 19. janúar 2024 07:31 Síðan ég kynnti hugmyndafræðina Virkjum Bessastaði árið 1996 hafa tveir forsetar setið á Bessastöðum. Embættið hefur á þessum tíma kostað þjóðina um 10 milljarða króna á núvirði, um 35 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda. Embætti forseta Íslands eins og það er í dag er nánast óþarft í nútímasamfélagi smáþjóðar. Tilvistarkreppa embættisins hefur að undanförnu kristallast í svokölluðum “opinberum heimsóknum” forseta Íslands á milli húsa í eigin heimabyggð, Stór Reykjavíkursvæðinu. Það er til betri leið Hugmyndafræðin Virkjum Bessastaði hefur stuðning heimsþekktra fræðimanna í friðarmálum sem telja það raunhæfa möguleika að gera embætti forseta Íslands að boðbera friðar- og lýðræðisþróunar á heimsvísu. Með þessu væri hægt að laða alþjóðastofnanir til landsins, skapa 21 þúsund störf og auka þjóðartekjur um 600 milljarða. Um þetta er fjallað á vefnum forsetakosningar.is Áhrifavald forseta Þau áhrif sem forseti Íslands getur haft á þróun alþjóðamála er oft vanmetin hér á landi. Oscar Arias Sánchéz fyrrum forseti Costa Rica og friðarverðlaunahafi Nóbels skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann fjallaði um verkefnið að Virkja Bessastaði með ofangreindum hætti. Oscar lýsir því í greininni hvernig hann gat sem forseti smáríkis komið á friði í Rómönsku Ameríku. Hann teldi hugmyndir mínar um að virkja Íslenska forsetaembættið á þessum vettvangi hafa raunverulega möguleika til árangurs. Straumhvörf í alþjóða stjórnmálum Á næstu árum má búast við verulegum breytingu á hinu alþjóðlega sviði. Aukin hætta er að við drögumst inní aukið styrjaldarástand með aukinni ásókn flóttamanna til landsins. Það er auðvitað óraunhæft að okkar litla þjóðfélag geti tekið á móti öllum þeim fjölda sem hingað mun leita í slíku ástandi. Það þarf að grípa í taumana strax, reyna að koma á friði bæði í Úkraníu og Mið Austurlöndum til að koma í veg fyrir slíka fólksflutninga. Forseti Íslands getur þar haft mikilvæg áhrif ef við virkjum embættið til friðar- og lýðræðisþróunar. NATO samstarfið gæti horfið á einni nóttu Það er fásinna að halda að NATO tryggji framtíðar öryggi Íslensku þjóðarinnar. Nýr forseti tekur við embætti í bandaríkjunum á næsta ári. Einn frambjóðenda sem talinn er líklegur til að ná kjöri í annað sinn hefur lýst því yfir að hann vilji draga sig úr NATO. Telur samstarfið ekki þjóð sinni til framdráttar. Við þá aðgerð er sá ímyndaði verndarvængur Íslendinga frá stærsta herveldi heims fokinn út í veður og vind. Mér var sýnt árið 2025 Það kom fram í bókinni Virkjum Bessastaði sem ég dreifði á öll heimili landsins fyrir 28 árum að mér var sýnt að þetta væri langtíma verkefni og fyrst árið 2025 mætti búast við mikilvægum áfanga í friðarmálum. Þetta skýrir nokkuð þá óbilandi hugsjón og þrautseigju sem ég hef haft til að halda áfram göngunni til Bessastaða þrátt fyrir mikið mótlæti. Hér eitt af þremur ljóðum úr bókinni Virkjum Bessastaði sem lýsti hugljómun minni fyrir 30 árum: Paradís á jörð Stóllinn færðist hægt í gegnum mannfjöldann framhjá pýramídanum mikla burðarmennirnir silkiklæddir fólkið var fyllt gleði loksins var dagur friðar þetta er árið 2025 loks var Hann hér skipið stórt sem borg lýsti upp himininn glitrandi sem perla í sólskini ekkert hljóð nema fagnarhróp mannkyns frjálst frá stríðsfjötrum nú var paradís á jörð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég kynnti hugmyndafræðina Virkjum Bessastaði árið 1996 hafa tveir forsetar setið á Bessastöðum. Embættið hefur á þessum tíma kostað þjóðina um 10 milljarða króna á núvirði, um 35 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda. Embætti forseta Íslands eins og það er í dag er nánast óþarft í nútímasamfélagi smáþjóðar. Tilvistarkreppa embættisins hefur að undanförnu kristallast í svokölluðum “opinberum heimsóknum” forseta Íslands á milli húsa í eigin heimabyggð, Stór Reykjavíkursvæðinu. Það er til betri leið Hugmyndafræðin Virkjum Bessastaði hefur stuðning heimsþekktra fræðimanna í friðarmálum sem telja það raunhæfa möguleika að gera embætti forseta Íslands að boðbera friðar- og lýðræðisþróunar á heimsvísu. Með þessu væri hægt að laða alþjóðastofnanir til landsins, skapa 21 þúsund störf og auka þjóðartekjur um 600 milljarða. Um þetta er fjallað á vefnum forsetakosningar.is Áhrifavald forseta Þau áhrif sem forseti Íslands getur haft á þróun alþjóðamála er oft vanmetin hér á landi. Oscar Arias Sánchéz fyrrum forseti Costa Rica og friðarverðlaunahafi Nóbels skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann fjallaði um verkefnið að Virkja Bessastaði með ofangreindum hætti. Oscar lýsir því í greininni hvernig hann gat sem forseti smáríkis komið á friði í Rómönsku Ameríku. Hann teldi hugmyndir mínar um að virkja Íslenska forsetaembættið á þessum vettvangi hafa raunverulega möguleika til árangurs. Straumhvörf í alþjóða stjórnmálum Á næstu árum má búast við verulegum breytingu á hinu alþjóðlega sviði. Aukin hætta er að við drögumst inní aukið styrjaldarástand með aukinni ásókn flóttamanna til landsins. Það er auðvitað óraunhæft að okkar litla þjóðfélag geti tekið á móti öllum þeim fjölda sem hingað mun leita í slíku ástandi. Það þarf að grípa í taumana strax, reyna að koma á friði bæði í Úkraníu og Mið Austurlöndum til að koma í veg fyrir slíka fólksflutninga. Forseti Íslands getur þar haft mikilvæg áhrif ef við virkjum embættið til friðar- og lýðræðisþróunar. NATO samstarfið gæti horfið á einni nóttu Það er fásinna að halda að NATO tryggji framtíðar öryggi Íslensku þjóðarinnar. Nýr forseti tekur við embætti í bandaríkjunum á næsta ári. Einn frambjóðenda sem talinn er líklegur til að ná kjöri í annað sinn hefur lýst því yfir að hann vilji draga sig úr NATO. Telur samstarfið ekki þjóð sinni til framdráttar. Við þá aðgerð er sá ímyndaði verndarvængur Íslendinga frá stærsta herveldi heims fokinn út í veður og vind. Mér var sýnt árið 2025 Það kom fram í bókinni Virkjum Bessastaði sem ég dreifði á öll heimili landsins fyrir 28 árum að mér var sýnt að þetta væri langtíma verkefni og fyrst árið 2025 mætti búast við mikilvægum áfanga í friðarmálum. Þetta skýrir nokkuð þá óbilandi hugsjón og þrautseigju sem ég hef haft til að halda áfram göngunni til Bessastaða þrátt fyrir mikið mótlæti. Hér eitt af þremur ljóðum úr bókinni Virkjum Bessastaði sem lýsti hugljómun minni fyrir 30 árum: Paradís á jörð Stóllinn færðist hægt í gegnum mannfjöldann framhjá pýramídanum mikla burðarmennirnir silkiklæddir fólkið var fyllt gleði loksins var dagur friðar þetta er árið 2025 loks var Hann hér skipið stórt sem borg lýsti upp himininn glitrandi sem perla í sólskini ekkert hljóð nema fagnarhróp mannkyns frjálst frá stríðsfjötrum nú var paradís á jörð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar