Handbolti

EM í dag: Þetta var gjör­sam­lega ó­þolandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þjóðverjar fagna en Elliði Snær er svekktur.
Þjóðverjar fagna en Elliði Snær er svekktur. vísir/getty

Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins.

„Þetta var gjörsamlega óþolandi. Ég verð sjóðandi langt fram eftir kvöldi,“ sagði Henry og Sindri bætti við. „Það var erfitt að taka viðtöl í dag. Þeir voru fokkin pirraður.“

Makedónsku dómararnir sem dæmdu leikinn eru með þeim umdeildustu í heiminum og hafa verið grunaðir um hagræðingu leikja meðal annars. Þeir dæmdu ágætlega en klúðruðu algjörlega lokakaflanum.

„Það tekur þessa íþrótt niður að leyfa svona gæjum að dæma alvöru leiki á stærsta sviðinu. Ég trúi varla að þeir séu hérna. Svo því sé haldið til haga þá eru þeir ekki ástæða þess að Ísland tapaði leiknum þó svo þeir hafi dæmt illa síðustu mínútuna.“

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - áttundi þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×