Handbolti

Skelfi­leg hornanýting og níu víti farið í súginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur aðeins skorað eitt mark úr sjö skotum á EM.
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur aðeins skorað eitt mark úr sjö skotum á EM. vísir/vilhelm

Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu.

Hinir venjulega pottþéttu íslensku hornamenn hafa engan veginn fundið sig á EM og klúðrað hverju færinu á fætur öðru. Sömu sögu er að segja af íslensku vítaskyttunum.

Þessi slæma nýting úr hornum og vítum reyndist sérstaklega dýr í tapinu nauma fyrir Þýskalandi, 26-24, í fyrsta leik Íslands í milliriðli 1 í gær.

Hornamenn Íslands, þeir Sigvaldi Guðjónsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson, skoruðu aðeins fimm mörk úr tólf skotum og þeir Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon klúðruðu báðir tveimur vítum í leiknum.

Íslendingar hafa alls klikkað á 22 af þeim 38 skotum sem þeir hafa tekið úr hornunum á þessu móti. Það gerir 42 prósent nýtingu sem er afleitt. Nýtingin úr vinstra horninu er 47 prósent (7/15) en 39 prósent (9/23) úr því hægra.

Íslendingar eru með langflest hornaklikk á mótinu, eða 22. Næstir koma Færeyingar og Hollendingar með tólf hvor.

Þá hafa Íslendingar klikkað á níu af þeim 24 vítum sem þeir hafa tekið á mótinu. Ómar Ingi hefur klúðrað sex vítum, Viggó tveimur og Bjarki Már einu.

Ísland er með flest vítaklikk á EM. Næst koma Svíþjóð og Tékkland með sex hvor.


Tengdar fréttir

„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“

Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta.

Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ís­land“

Ís­land mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóð­verjum í fyrstu um­ferð milli­riðla EM í hand­bolta í gær­kvöldi. Lé­leg færa­nýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar fram­farir og ís­lensku geð­veikina sem hafði vantað upp á fram að þessu.

Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar

Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni.  Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott.

„Þetta verður löng nótt“

Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu.

Tölfræðin á móti Þýskalandi: Fjögur víti forgörðum í tveggja marka tapi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta var nálægt því að fá eitthvað út úr leik á móti heimamönnum Þýskalands í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Á endanum unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur, 26-24, sem voru grátleg úrslit eftir frábæra baráttu íslenska liðsins.

Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar

„Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta.

Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum

Gestgjafarnir í Þýskalandi gerðu slæm mistök þegar spila átti þjóðsöngvana fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM karla í handbolta í kvöld, í Lanxess Arena í Köln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×