Er skynsamlegt að sameina Hafnarfjörð og Garðabæ? Ó. Ingi Tómasson skrifar 19. janúar 2024 14:30 Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Síðustu árin hafa sveitarfélögin verið rekin með ábyrgum hætti þannig að fjárhagsstaða þeirra er nokkuð góð og uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil í báðum sveitarfélögum. Skynsöm uppbygging Áform eru í Hafnarfirði um mikla uppbyggingu með þéttingu byggðar á Hraunum vestur og við hafnarsvæðið. Aðalskipulag Garðabæjar 2019-2030 gerir ráð fyrir töluverði uppbyggingu íbúða. Unnið er að nýju aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem kostir undir nýtt land fyrir íbúðir eru í skoðun. Hafnfirðingar búa vel þegar kemur að innviðum og atvinnu, ný atvinnusvæði hafa risið með fjölda nýrra fyrirtækja, glæsileg höfn er í Hafnarfirði ásamt því að mikil uppbygging er í miðbænum. Sé litið til samgangna og annarra innviða væri skynsamlegt að Garðabær og Hafnarfjörður sameinist í uppbyggingu á svæðum sem liggja vel við samgöngum og öðrum innviðum. Hagur samfélagsins Með sameiningu sveitarfélaganna gæti styrkur nýs sveitarfélags til þjónustu við íbúa og fyrirtæki orðið enn öflugri en nú er, má þar t.d. nefna þjónustu við aldraða og fatlaða, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Uppbygging nýrra íbúða í nýju sveitarfélagi yrði að mestu nálægt núverandi innviðum, svo sem gatna- og stofnvegakerfi, skólum og leikskólum svo og veitukerfi. Orð eru til alls fyrst og því ekkert sem mælir gegn því að samtalið á milli þessara sveitarfélaga sé tekið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Síðustu árin hafa sveitarfélögin verið rekin með ábyrgum hætti þannig að fjárhagsstaða þeirra er nokkuð góð og uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil í báðum sveitarfélögum. Skynsöm uppbygging Áform eru í Hafnarfirði um mikla uppbyggingu með þéttingu byggðar á Hraunum vestur og við hafnarsvæðið. Aðalskipulag Garðabæjar 2019-2030 gerir ráð fyrir töluverði uppbyggingu íbúða. Unnið er að nýju aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem kostir undir nýtt land fyrir íbúðir eru í skoðun. Hafnfirðingar búa vel þegar kemur að innviðum og atvinnu, ný atvinnusvæði hafa risið með fjölda nýrra fyrirtækja, glæsileg höfn er í Hafnarfirði ásamt því að mikil uppbygging er í miðbænum. Sé litið til samgangna og annarra innviða væri skynsamlegt að Garðabær og Hafnarfjörður sameinist í uppbyggingu á svæðum sem liggja vel við samgöngum og öðrum innviðum. Hagur samfélagsins Með sameiningu sveitarfélaganna gæti styrkur nýs sveitarfélags til þjónustu við íbúa og fyrirtæki orðið enn öflugri en nú er, má þar t.d. nefna þjónustu við aldraða og fatlaða, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Uppbygging nýrra íbúða í nýju sveitarfélagi yrði að mestu nálægt núverandi innviðum, svo sem gatna- og stofnvegakerfi, skólum og leikskólum svo og veitukerfi. Orð eru til alls fyrst og því ekkert sem mælir gegn því að samtalið á milli þessara sveitarfélaga sé tekið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar