Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2024 15:35 Julian Köster skömmu áður en hann skoraði sigurmark Þjóðverja gegn Íslendingum. Hann tók að minnsta kosti fjögur skref áður en hann skaut á markið. getty/Tom Weller Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira