„Þá endar þetta á fallegum stað“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 07:31 Björgvin Páll Gústavsson er hérna til að spila, á EM í Þýskalandi. Hann fór illa með vítaskyttu Þjóðverja, Juri Knorr, í fyrrakvöld. VÍSIR/VILHELM „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00