Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 23:12 Sigurður Ingi segir að unnið sé að því að meta hver staða Grindvíkinga sé í húsnæðismálum og verið að skoða hvort yfirvöld eigi að kaupa eignir fólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26