Innlent

Raf­magn fór af Grinda­vík í nótt

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um síðustu helgi gaf sig.
Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um síðustu helgi gaf sig. Björn Steinbekk

Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hs veitum. Í tilkynningunni segir að þegar rafmagnið fór af hafi undirbúningur þegar hafist við að koma því á á ný með varaaflsvélum frá Landsneti. Rafmagn var komið á hluta bæjarins á innan við tveimur tímum. 

Önnur varaaflsvél bilaði

Tvær varaaflsvélar voru komnar upp og tengdar í Grindavík en önnur þeirra bilaði við uppkeyrslu.

„Vegna þess er ekki rafmagn á öllum bænum en verið er að vinna í að koma eins miklu rafmagni á og ein vél þolir. Áfram er unnið að því með Landsnet að leggja loftlínu yfir hraunið sem varaleið og er gert ráð fyrir að línan verði tilbúin síðar í dag,“ segir í tilkynningu Hs veitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×