Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 08:31 „Ha? Er enn séns?“ gæti Gísli Þorgeir Kristjánsson verið að hugsa. VÍSIR/VILHELM Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni á EM til þessa og eflaust hrista einhverjir hausinn yfir því að þessi grein sé yfirhöfuð skrifuð. En strákarnir geta enn glatt marga með því að vinna Króatíu í dag, og Austurríki á miðvikudaginn, og því gæti fylgt risastór bónus. Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari. Markmið Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara er að Ísland nái öðru af tveimur sætum sem í boði eru í undankeppni Ólympíuleikanna. Flest bestu liðin hafa þegar náð sæti þar, eða sæti á leikunum sjálfum, svo barátta Íslands um þessi tvö sæti er við Austurríki í milliriðli 1, og Portúgal í milliriðli 2 (og Slóvenía bætist reyndar við baráttuna ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari um helgina, sem er ólíklegt). Holland er úr leik í baráttunni eftir úrslit gærdagsins. Er þetta ekki bara voðalega skýrt? Jæja, til að markmið Snorra Steins náist er alla vega ljóst að Ísland þarf að vinna báða leiki sína og treysta á að Austurríki tapi fyrir Frökkum í dag. Vel raunhæft sem sé en fleira gæti þurft að koma til (mögulega að sigur Íslands á Austurríki verði með +5 marka mun, og að Egyptar verði Afríkumeistarar eða að Ísland endi ofar á mótinu en Portúgal eða Slóvenía). En ef að Ísland vinnur ekki í dag eru allir möguleikar úr sögunni. Ísland verður að vinna í dag. Það eru engir aukasénsar lengur. Staðan í milliriðli 1 þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki sem hefur enn ekki tapað leik.Vísir Það sem gerir stöðu Íslands verri en ella er að hafa tapað með átta marka mun gegn Ungverjum. Austurríki vann Ungverjaland með eins marks mun. Ef aðeins þessi þrjú lið enda jöfn, hvert með 4 stig, mun innbyrðis markatala úr leikjum þeirra ráða niðurröðun. Fyrir leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag er hún svona: Ungverjaland +7, Austurríki +1, Ísland -8. Verði liðin þrjú jöfn þyrfti Ísland því fimm marka sigur á Austurríkismönnum til að geta komist upp fyrir þá. (Og já, Ísland gæti þá með 15 marka sigri líka komist yfir Ungverjaland, sem gæti mögulega gefið 3. sæti í riðlinum svo Ísland spilaði um 5. sæti á mótinu (þetta er vissulega langsótt)). En ef Ungverjar fá stig í dag eða á miðvikudag, gegn Þýskalandi eða Frakklandi, þá endar Ísland aldrei jafnt Ungverjalandi að stigum. Þá myndu sigrar gegn Króatíu og Austurríki duga til að ná Austurríki, bara svo lengi sem að Austurríki tapar gegn Frakklandi í dag. Gætu enn endað fyrir ofan Portúgal Þessi grein er alls ekki nógu flókin svo það verður að bæta við að það hjálpar Íslandi einnig að fræðilega séð getur liðið enn náð að enda ofar á mótinu en Portúgal, sem er með fjögur stig í milliriðli 2. Portúgal þyrfti þá að tapa gegn Hollandi á morgun (og Ísland að vinna upp átta marka mun í markatölu sem ætti að vera vel gerlegt). Staðan í milliriðli 2 þegar þar er ein umferð eftir. Portúgal er í baráttu um sæti í undankeppni ÓL en vonir Hollands eru úti.Vísir Það er í lagi að annað hvort Portúgal eða Austurríki endi fyrir ofan Ísland á mótinu, svo lengi sem að Egyptaland verður Afríkumeistari um helgina (því annars færu Egyptar í undankeppni ÓL). Ef Eyptum tekst það ekki bætist Slóvenía í baráttuna, og Ísland þyrfti þá að hafa endað fyrir ofan tvö af þessum liðum: Austurríki, Portúgal og Slóvenía. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni á EM til þessa og eflaust hrista einhverjir hausinn yfir því að þessi grein sé yfirhöfuð skrifuð. En strákarnir geta enn glatt marga með því að vinna Króatíu í dag, og Austurríki á miðvikudaginn, og því gæti fylgt risastór bónus. Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari. Markmið Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara er að Ísland nái öðru af tveimur sætum sem í boði eru í undankeppni Ólympíuleikanna. Flest bestu liðin hafa þegar náð sæti þar, eða sæti á leikunum sjálfum, svo barátta Íslands um þessi tvö sæti er við Austurríki í milliriðli 1, og Portúgal í milliriðli 2 (og Slóvenía bætist reyndar við baráttuna ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari um helgina, sem er ólíklegt). Holland er úr leik í baráttunni eftir úrslit gærdagsins. Er þetta ekki bara voðalega skýrt? Jæja, til að markmið Snorra Steins náist er alla vega ljóst að Ísland þarf að vinna báða leiki sína og treysta á að Austurríki tapi fyrir Frökkum í dag. Vel raunhæft sem sé en fleira gæti þurft að koma til (mögulega að sigur Íslands á Austurríki verði með +5 marka mun, og að Egyptar verði Afríkumeistarar eða að Ísland endi ofar á mótinu en Portúgal eða Slóvenía). En ef að Ísland vinnur ekki í dag eru allir möguleikar úr sögunni. Ísland verður að vinna í dag. Það eru engir aukasénsar lengur. Staðan í milliriðli 1 þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki sem hefur enn ekki tapað leik.Vísir Það sem gerir stöðu Íslands verri en ella er að hafa tapað með átta marka mun gegn Ungverjum. Austurríki vann Ungverjaland með eins marks mun. Ef aðeins þessi þrjú lið enda jöfn, hvert með 4 stig, mun innbyrðis markatala úr leikjum þeirra ráða niðurröðun. Fyrir leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag er hún svona: Ungverjaland +7, Austurríki +1, Ísland -8. Verði liðin þrjú jöfn þyrfti Ísland því fimm marka sigur á Austurríkismönnum til að geta komist upp fyrir þá. (Og já, Ísland gæti þá með 15 marka sigri líka komist yfir Ungverjaland, sem gæti mögulega gefið 3. sæti í riðlinum svo Ísland spilaði um 5. sæti á mótinu (þetta er vissulega langsótt)). En ef Ungverjar fá stig í dag eða á miðvikudag, gegn Þýskalandi eða Frakklandi, þá endar Ísland aldrei jafnt Ungverjalandi að stigum. Þá myndu sigrar gegn Króatíu og Austurríki duga til að ná Austurríki, bara svo lengi sem að Austurríki tapar gegn Frakklandi í dag. Gætu enn endað fyrir ofan Portúgal Þessi grein er alls ekki nógu flókin svo það verður að bæta við að það hjálpar Íslandi einnig að fræðilega séð getur liðið enn náð að enda ofar á mótinu en Portúgal, sem er með fjögur stig í milliriðli 2. Portúgal þyrfti þá að tapa gegn Hollandi á morgun (og Ísland að vinna upp átta marka mun í markatölu sem ætti að vera vel gerlegt). Staðan í milliriðli 2 þegar þar er ein umferð eftir. Portúgal er í baráttu um sæti í undankeppni ÓL en vonir Hollands eru úti.Vísir Það er í lagi að annað hvort Portúgal eða Austurríki endi fyrir ofan Ísland á mótinu, svo lengi sem að Egyptaland verður Afríkumeistari um helgina (því annars færu Egyptar í undankeppni ÓL). Ef Eyptum tekst það ekki bætist Slóvenía í baráttuna, og Ísland þyrfti þá að hafa endað fyrir ofan tvö af þessum liðum: Austurríki, Portúgal og Slóvenía. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita