„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig vel á EM en vill meiri árangur. VÍSIR/VILHELM Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita