Handbolti

Janus og Ómar ekki með vegna veikinda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði Smárason verður ekki með gegn Króatíu.
Janus Daði Smárason verður ekki með gegn Króatíu. vísir/vilhelm

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon verða ekki með íslenska handboltalandsliðinu í leiknum gegn Króatíu í milliriðli 1 í dag.

Janus og Ómar eru veikir og ekki leikfærir. Í þeirra stað koma Einar Þorsteinn Ólafsson og Kristján Örn Kristjánsson inn í íslenska hópinn.

Ísland verður að vinna Króatíu til að eiga möguleika á að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar.

Hópurinn

Markverðir

  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (265/21)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (56/1)

Aðrir leikmenn

  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (92/98)
  • Aron Pálmarsson, FH (175/661)
  • Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (112/385)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (6/0)
  • Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (44/93)
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (73/170)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (58/126)
  • Haukur Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (29/36)
  • Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (32/60)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Chaffhausen (36/98)
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (70/199)
  • Stiven Tobar Valencia, Benfica (13/11)
  • Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (51/142)
  • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (85/36)

Leikur Króatíu og Íslands hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×