Tískuvikan í París: Rihanna sannkallaður senuþjófur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. janúar 2024 16:31 Stórstjarnan Rihanna mætti óvænt á vor/sumar 2024 hátískusýningu tískurisans Christian Dior í París í dag. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar að tónlistarkonan, athafnarkonan og stórstjarnan Rihanna mætti óvænt á tískusýningu Dior í París fyrr í dag og stal senunni. París iðar af hátísku, menningu og glamúr sem aldrei fyrr þessa dagana í tilefni af Haute Couture tískuvikunni fyrir vor og sumarlínur tískuhúsanna 2024. Gestir Dior sýningarinnar urðu heldur betur spenntir fyrir nærveru Rihönnu ef marka má Instagram færslu breska Vogue um sýninguna. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Rihanna klæddist púffuðum svörtum jakka í stíl við pils frá hönnun Dior við támjóa hvíta hæla og glæsilegt silfurskart. Til að fullkomna klæðaburðinn var hún með gríðarstóra derhúfu við í svörtum lit. Rihanna er með frægustu tónlistarkonum heimsins og ætlaði allt að verða vitlaust þegar hún mætti á Dior sýninguna í dag. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Viðburðurinn var að sjálfsögðu stjörnum prýddur og voru leikkonurnar Glenn Close, Anya Taylor-Joy og Elizabeth Debicki meðal gesta sem nutu þess að upplifa nýjustu tískulínu hönnuðarins Mariu Grazia Chiuri fyrir Dior. Þá var sjóðheiti tískurisinn Schiaparelli einnig með sýningu í dag en segja má að tískuhúsið hafi brotið Internetið í fyrra með frumlegum flíkum þar sem dýrahöfuð voru í forgrunni. Gestalistinn þar var ekki af verri endanum og má meðal annars nefna að Jennifer Lopez, Zendaya og Hunter Schafer sátu í fremstu röð. Hönnun Schiaparelli þykir einstaklega framúrstefnuleg og rokkaði Jennifer Lopez mjög svo einstök gleraugu á sýningu tískuhússins fyrr í dag. Arnold Jerocki/Getty Images View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta áberandi á tískupöllum Mílanó Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur verið að gera það gott í tískuheiminum en hún er búsett á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi á tískuvikunni í Mílanó sem kláraðist í gær en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. 27. september 2023 07:01 Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30 Tískuheimurinn iðar í París: Stórstjörnur skreyttar dýrahöfðum Hönnuðurinn Daniel Roseberry braut Internetið í gær með frumlegri og óvanalegri vor/sumar línu sinni fyrir tískuhúsið Schiaparelli. 24. janúar 2023 12:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
París iðar af hátísku, menningu og glamúr sem aldrei fyrr þessa dagana í tilefni af Haute Couture tískuvikunni fyrir vor og sumarlínur tískuhúsanna 2024. Gestir Dior sýningarinnar urðu heldur betur spenntir fyrir nærveru Rihönnu ef marka má Instagram færslu breska Vogue um sýninguna. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Rihanna klæddist púffuðum svörtum jakka í stíl við pils frá hönnun Dior við támjóa hvíta hæla og glæsilegt silfurskart. Til að fullkomna klæðaburðinn var hún með gríðarstóra derhúfu við í svörtum lit. Rihanna er með frægustu tónlistarkonum heimsins og ætlaði allt að verða vitlaust þegar hún mætti á Dior sýninguna í dag. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Viðburðurinn var að sjálfsögðu stjörnum prýddur og voru leikkonurnar Glenn Close, Anya Taylor-Joy og Elizabeth Debicki meðal gesta sem nutu þess að upplifa nýjustu tískulínu hönnuðarins Mariu Grazia Chiuri fyrir Dior. Þá var sjóðheiti tískurisinn Schiaparelli einnig með sýningu í dag en segja má að tískuhúsið hafi brotið Internetið í fyrra með frumlegum flíkum þar sem dýrahöfuð voru í forgrunni. Gestalistinn þar var ekki af verri endanum og má meðal annars nefna að Jennifer Lopez, Zendaya og Hunter Schafer sátu í fremstu röð. Hönnun Schiaparelli þykir einstaklega framúrstefnuleg og rokkaði Jennifer Lopez mjög svo einstök gleraugu á sýningu tískuhússins fyrr í dag. Arnold Jerocki/Getty Images View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue)
Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta áberandi á tískupöllum Mílanó Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur verið að gera það gott í tískuheiminum en hún er búsett á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi á tískuvikunni í Mílanó sem kláraðist í gær en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. 27. september 2023 07:01 Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30 Tískuheimurinn iðar í París: Stórstjörnur skreyttar dýrahöfðum Hönnuðurinn Daniel Roseberry braut Internetið í gær með frumlegri og óvanalegri vor/sumar línu sinni fyrir tískuhúsið Schiaparelli. 24. janúar 2023 12:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íslensk fyrirsæta áberandi á tískupöllum Mílanó Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur verið að gera það gott í tískuheiminum en hún er búsett á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi á tískuvikunni í Mílanó sem kláraðist í gær en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. 27. september 2023 07:01
Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. júlí 2023 11:30
Tískuheimurinn iðar í París: Stórstjörnur skreyttar dýrahöfðum Hönnuðurinn Daniel Roseberry braut Internetið í gær með frumlegri og óvanalegri vor/sumar línu sinni fyrir tískuhúsið Schiaparelli. 24. janúar 2023 12:30