Selur eitt frægasta Ólympíugull sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 14:31 Bob Beamon við mynd af sér í sigurstökkinu á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Getty Bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Bob Beamon vann á sínum tíma einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og nú getur einhver áhugasamur eignast gullverðlaunin sem hann fékk um hálsinn á sumarleikunum í Mexíkó árið 1968. Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti