Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 13:54 Framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur á síðustu sex mánuðum dregist saman um tæplega helming. Vísir/Vilhelm Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en þar segir að byggt hafi verið á upplýsingum sem stofnunin hafi unnið úr gögnum um fasteignaauglýsingar. Þar segir að framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hafi minnkað um ellefu prósent á síðustu sex vikum síðasta árs, og á síðustu sex mánuðum hafi það dregist saman um tæplega helming. Fram kemur að samdrátturinn sé að eiga sér stað um allt land, en hann sé mestur á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt gögnum HMS hefur nýjum auglýstum íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en þær voru 200 talsins um síðustu áramót samanborið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hins vegar framboð nýrra auglýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóvember úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ segir í tilkynningu HMS. Samkvæmt HMS er um helmingur allra þeirra tvö þúsund íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með fjögur eða fleiri herbergi. Um 350 þeirra eru litlar íbúðir, sem er skilgreint sem íbúðir með tvö herbergi eða færri. Og um 650 íbúðanna eru þriggja herbergja. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landinu er samsetning framboðs íbúða sambærileg og megnið eða rúmlega 400 íbúðir fjögurra herbergja eða stærri, um 150 þriggja herbergja og um fimmtíu litlar íbúðir. Fram kemur að af þeim 850 nýju íbúðum sem eru auglýstar til sölu eru um 37 prósent í Reykjavík, 22 prósent í Hafnarfirði annars vegar og í Kópavogi hins vegar, og þá eru 17 prósent í Garðabæ. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur framboð íbúða aukist mest undanfarið í Reykjanesbæ, Árborg og á Akranesi. Í tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum á þessi þróun sér stað vegna nýrra íbúða, en þeim hefur fjölgað lítillega í Reykjanesbæ. Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en þar segir að byggt hafi verið á upplýsingum sem stofnunin hafi unnið úr gögnum um fasteignaauglýsingar. Þar segir að framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hafi minnkað um ellefu prósent á síðustu sex vikum síðasta árs, og á síðustu sex mánuðum hafi það dregist saman um tæplega helming. Fram kemur að samdrátturinn sé að eiga sér stað um allt land, en hann sé mestur á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt gögnum HMS hefur nýjum auglýstum íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en þær voru 200 talsins um síðustu áramót samanborið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hins vegar framboð nýrra auglýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóvember úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ segir í tilkynningu HMS. Samkvæmt HMS er um helmingur allra þeirra tvö þúsund íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með fjögur eða fleiri herbergi. Um 350 þeirra eru litlar íbúðir, sem er skilgreint sem íbúðir með tvö herbergi eða færri. Og um 650 íbúðanna eru þriggja herbergja. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landinu er samsetning framboðs íbúða sambærileg og megnið eða rúmlega 400 íbúðir fjögurra herbergja eða stærri, um 150 þriggja herbergja og um fimmtíu litlar íbúðir. Fram kemur að af þeim 850 nýju íbúðum sem eru auglýstar til sölu eru um 37 prósent í Reykjavík, 22 prósent í Hafnarfirði annars vegar og í Kópavogi hins vegar, og þá eru 17 prósent í Garðabæ. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur framboð íbúða aukist mest undanfarið í Reykjanesbæ, Árborg og á Akranesi. Í tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum á þessi þróun sér stað vegna nýrra íbúða, en þeim hefur fjölgað lítillega í Reykjanesbæ.
Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira