Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 16:03 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira