Ríkið þurfi bæði að styðja við Grindvíkinga og samningsaðila Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 20:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir mikilvægt að ríkið styðji við Grindvíkinga jafnt sem aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Þá sé brýnt að ná niður vöxtum sem bíti heimili félagsmanna gríðarlega fast. Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira