Ríkið þurfi bæði að styðja við Grindvíkinga og samningsaðila Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 20:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir mikilvægt að ríkið styðji við Grindvíkinga jafnt sem aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Þá sé brýnt að ná niður vöxtum sem bíti heimili félagsmanna gríðarlega fast. Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira