„Sá á öllu fasi hans hvað þetta skipti hann ógeðslega miklu máli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Aron Pálmarsson var mjög svekktur í leiklok þrátt fyrir sigur. Sigurinn var ekki nógu stór og íslenska liðið komst ekki í umspil Ólympíuleikana. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flott fyrirliðamót og leiddi íslenska liðið á Evrópumótinu í handbolta. Aron fékk líka hrós frá strákunum í Besta sætinu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira