Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 12:00 Plymouth Rock hænur þóttu líklegar til að gera stöðu íslensku landnámshænunnar enn erfiðari og var beiðni um innflutning á frjóum eggjum þeirra því hafnað. Getty/Sven-Erik Arndt Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum.
Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira