Versta óveður í höfuðborginni í allan vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:31 Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni. Skjáskot/Live from Iceland Veðurfræðingur segir að óveðrið í höfuðborginni í nótt hafi verið það versta sem skollið hefur á borgarbúum í allan vetur en afar hvassir vindar, þrumur og eldingar einkenndu veðrið. Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“ Veður Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira
Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“
Veður Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent