Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. janúar 2024 14:22 Sérsveitin að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira