Við erum sammála – að mestu Harpa Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2024 07:01 Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun