„Ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2024 21:00 Landsliðið náði ekki markmiði sínu um sæti í Ólympíuumspili. Vísir/Vilhelm Ísland lauk í gær keppni á Evrópumóti karla í handbolta. Niðurstaðan er 10. sæti, sem þykja vonbrigði. Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni