Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2024 20:41 Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Stöð 2 Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira