„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 21:46 Benedikt í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira