Reiknuðu út að dauðafærin hefðu átt að skila Íslandi í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 11:01 Ómar Ingi Magnússon var ekki sá eini sem klikkaði á góðum færum á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefði ekki aðeins komist í umspilið um sæti á næstu Ólympíuleikum heldur hefði líklegast einnig spilað um verðlaun á Evrópumótinu ef liðið hafði nýtt dauðafærin sín á mótinu í Þýskalandi. Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira