„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2024 18:40 Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Vísir/Rúnar Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. Klukkan tvö í gær barst skólastjórnendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti tilkynning um að fyrrverandi nemandi skólans hafi rætt við annað fólk um að hann hygðist gera einhverskonar árás í skólanum. Tíu mínútum síðar var haugur af lögreglu-, sjúkra- og sérsveitarbílum kominn á planið fyrir utan skólann. Enginn komst inn Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB, segir að á meðan beðið var eftir lögreglu hafi útidyrahurðum skólans verið læst til að sjá til þess að enginn kæmist inn. „Að öðru leyti hinkruðum við og biðum átekta. Lögreglan tók við þegar þeir komu inn og við fylgdumst svo með því að lögreglan var í rauninni að leita uppi þennan einstakling, við vorum með nafnið hans og það voru spurnir af því eftir smá tíma að viðkomandi hafi fundist og þar með var þessu hættuástandi aflýst,“ segir Guðrún. Guðrún segir manninn aldrei hafa verið innan veggja skólans í gær. Hún veit ekki nákvæmlega hvað hann hafði hótað að gera. „Við tókum þessu mjög alvarlega. Að ímynda sér að einhver myndi ráðast hér inn, við verðum að taka því mjög alvarlega. Okkar fyrsta skylda er að gæta öryggis nemenda og starfsfólks,“ segir Guðrún. Önnur ótengd handtaka Á meðan lögreglumenn að rannsaka málið tóku þeir eftir tveimur mönnum sem sátu í bifreið og voru klæddir í stunguvesti, svipuðum þeim sem lögreglumenn klæðast. Þeir voru einnig handteknir og reyndust þeir vera með leikfangabyssur í fórum sér. Það mál tengist þó ekki hótuninni og gat Guðrún ekki tjáð sig um það, þar sem hún vissi ekki neitt um það mál. Fáir nemendur voru í skólanum á þessum tíma en Guðrún segist ekki hafa náð að ræða við marga nemendur í dag þar sem skólinn var með námsmatsdag. Hún hafi þó fengið nokkur viðbrögð frá foreldrum. „Fólki bregður og upplýsingarnar voru litlar sem við sendum og svo fóru skrítnar upplýsingar af stað eins og ég heyrði að hafi gerst á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Það ruglar huga fólks. Þannig já, ég óttast það að einhverjir séu kvíðnir og hræddir og ég vona að það sé hægt að vinda ofan af því. Við erum með mjög góða nemendaþjónustu hér, mikla ráðgjöf og sálfræðing. Þannig við höfum boðið nemendum að leita til okkar. Við verðum að sjá hvernig málin verða eftir helgi,“ segir Guðrún. Bull og vitleysa á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi Í kjölfar þessara handtaka fóru margar sögusagnir á flug á samfélagsmiðlum þar sem því var lýst að mennirnir í vestunum væru hælisleitendur sem hafi gengið um skólann með leikfangabyssurnar og á meðan hafi nemendur skólans verið læstir inni í skólastofum í tvo klukkutíma. Færsla foreldris barns við FB sem fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Einnig var rætt um svipaðar sögusagnir á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þær komust svo langt að til að mynda hafði formaður Flokks fólksins deilt því. Þegar í ljós kom að þær reyndust ekki á rökum reistar eyddi hún færslunni. Færsla frá formanni Flokks fólksins, sem var síðan eytt eftir að skólastjórn FB sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málið. „Þetta er hreinasti skáldskapur. Enginn fótur fyrir þessu. Hér var allt með kyrrum kjörum allan tímann. Þannig þetta er eitthvað frjótt ímyndunarafl,“ segir Guðrún. Reykjavík Lögreglumál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Klukkan tvö í gær barst skólastjórnendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti tilkynning um að fyrrverandi nemandi skólans hafi rætt við annað fólk um að hann hygðist gera einhverskonar árás í skólanum. Tíu mínútum síðar var haugur af lögreglu-, sjúkra- og sérsveitarbílum kominn á planið fyrir utan skólann. Enginn komst inn Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB, segir að á meðan beðið var eftir lögreglu hafi útidyrahurðum skólans verið læst til að sjá til þess að enginn kæmist inn. „Að öðru leyti hinkruðum við og biðum átekta. Lögreglan tók við þegar þeir komu inn og við fylgdumst svo með því að lögreglan var í rauninni að leita uppi þennan einstakling, við vorum með nafnið hans og það voru spurnir af því eftir smá tíma að viðkomandi hafi fundist og þar með var þessu hættuástandi aflýst,“ segir Guðrún. Guðrún segir manninn aldrei hafa verið innan veggja skólans í gær. Hún veit ekki nákvæmlega hvað hann hafði hótað að gera. „Við tókum þessu mjög alvarlega. Að ímynda sér að einhver myndi ráðast hér inn, við verðum að taka því mjög alvarlega. Okkar fyrsta skylda er að gæta öryggis nemenda og starfsfólks,“ segir Guðrún. Önnur ótengd handtaka Á meðan lögreglumenn að rannsaka málið tóku þeir eftir tveimur mönnum sem sátu í bifreið og voru klæddir í stunguvesti, svipuðum þeim sem lögreglumenn klæðast. Þeir voru einnig handteknir og reyndust þeir vera með leikfangabyssur í fórum sér. Það mál tengist þó ekki hótuninni og gat Guðrún ekki tjáð sig um það, þar sem hún vissi ekki neitt um það mál. Fáir nemendur voru í skólanum á þessum tíma en Guðrún segist ekki hafa náð að ræða við marga nemendur í dag þar sem skólinn var með námsmatsdag. Hún hafi þó fengið nokkur viðbrögð frá foreldrum. „Fólki bregður og upplýsingarnar voru litlar sem við sendum og svo fóru skrítnar upplýsingar af stað eins og ég heyrði að hafi gerst á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Það ruglar huga fólks. Þannig já, ég óttast það að einhverjir séu kvíðnir og hræddir og ég vona að það sé hægt að vinda ofan af því. Við erum með mjög góða nemendaþjónustu hér, mikla ráðgjöf og sálfræðing. Þannig við höfum boðið nemendum að leita til okkar. Við verðum að sjá hvernig málin verða eftir helgi,“ segir Guðrún. Bull og vitleysa á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi Í kjölfar þessara handtaka fóru margar sögusagnir á flug á samfélagsmiðlum þar sem því var lýst að mennirnir í vestunum væru hælisleitendur sem hafi gengið um skólann með leikfangabyssurnar og á meðan hafi nemendur skólans verið læstir inni í skólastofum í tvo klukkutíma. Færsla foreldris barns við FB sem fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Einnig var rætt um svipaðar sögusagnir á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þær komust svo langt að til að mynda hafði formaður Flokks fólksins deilt því. Þegar í ljós kom að þær reyndust ekki á rökum reistar eyddi hún færslunni. Færsla frá formanni Flokks fólksins, sem var síðan eytt eftir að skólastjórn FB sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málið. „Þetta er hreinasti skáldskapur. Enginn fótur fyrir þessu. Hér var allt með kyrrum kjörum allan tímann. Þannig þetta er eitthvað frjótt ímyndunarafl,“ segir Guðrún.
Reykjavík Lögreglumál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira