Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2024 20:30 Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, sem segir það ákvörðun bæjarstjórnar að loka Árbliki fimm vikur í sumar vegna sparnaðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira