Samfélagið hafi ekki efni á að halda menntuðu fólki í láglaunastörfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. janúar 2024 21:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/einar Ótækt er að íslenskt samfélag haldi innflytjendum með mikla menntun í láglaunastörfum út af of þungri stjórnsýslu. Þetta segir háskólaráðherra sem hefur kynnt fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi. Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira