Fótbolti

Albert og fé­lagar unnu Lecce

Dagur Lárusson skrifar
Albert skoraði næstum því úr aukaspyrnu.
Albert skoraði næstum því úr aukaspyrnu. Vísir/Getty

Albert Guðmundsson og félagar í Genoa unnu Lecce í Serie A í dag.

Fyrir leikinn var Genoa í ellefa sæti deildarinnar með 25 stig en það voru gestirnir í Lecce sam náðu forystunni á 31. mínútu með marki frá Nikola Krstovic og var staðan 0-1 í hálfleik.

Það var síðan á 70. mínútu þar sem Albert Guðmundsson tók aukaspyrnu fyrir utan teig, boltinn fór í slánna og niður og þá kom Mateo Retegui og kom boltanum yfir línuna, staðan orðin 1-1. Litlu munaði að boltinn færi inn fyrir línuna eftir skot Alberts en svo var ekki en Albert kom að máli við dómarann til þess að fá það staðfest.

Mateo Retegui var síðan aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann lagði upp mark á varamanninn Caleb Ekuban og reyndist það síðasta mark leiksins og lokastaðan því 2-1. Eftir leikinn er Genoa komið með 28 stig en er enn þá í ellefta sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×