„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 18:40 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Ívar Fannar Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira