Hatrið mun ekki sigra Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun