Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:14 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. Í dag og næstu daga fá Grindvíkingar að vitja eigna sinna í bænum. Sækja þarf um tíma til að fá að komast inn í bæinn á Ísland.is, en gert er ráð fyrir að um 300 íbúar geti verið inni í bænum hverju sinni. „Við settum þetta upp í tvennu lagi. Annarsvegar þannig að fólk geti skotist heim núna og næstu þrjá daga, gert er ráð fyrir því að fólk geti stoppað í um það bil þrjá klukkutíma,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er fyrst og fremst til að fólk geti hugað að því helsta. Þeir sem ætla síðan að flytja búslóðir eða flytja eitthvað meira, fá aftur tækifæri seinna í vikunni til að fara og vera í lengri tíma. Þá verður hægt að fara með sendibíla.“ Sífelt erfiðara að halda lífi í bænum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og íbúi í Grindavík að mikillar óánægju gætti meðal margra íbúa sem fyndust yfirvöld hafa komið illa fram. Hann gagnrýndi meðal annars opnun Bláa lónsins og að fréttamenn fengju að fara um Grindavík á meðan íbúum væri haldið frá. „Það er ekki rétt að fjölmiðlamenn hafi fengið að fara inn á svæðið,“ segir Víðir, spurður út í þá gagnrýni. „Þeir hafa kvartað mjög yfir því að fá ekki að fara inn. Þeir fá að fara að varnargörðunum, en ekki inn i bæinn. Myndir sem hafa birst eru frá björgunarsveitinni Þorbirni, svo það séu til myndir af því sem er að gerast, en fjölmiðlar hafa ekki fengið að fara inn.“ Bærinn sé mjög varasamur og búið sé að gera eins miklar ráðstafanir og hægt sé til að fólk geti komist heim til sín. „Okkar verkefni er að reyna halda lífi í bænum á meðan það er hægt. Það verður erfiðara með hverjum atburðinum sem verður.“ Náttúran sé að kyrkja Grindavík Einn af þeim sem hefur gagnrýnt takmarkanir almannavarna og yfirvalda er Stefán Einarsson, íbúi í Grindavík og eigandi Einhamar Seafood, fyrirtækis í bænum. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið, “ sagði Stefán í færslu á Facebook um helgina. „Við horfum á þetta sitthvorum augunum,“ segir Víðir. „Við horfum á þetta sem svo að náttúran sé að kyrkja Grindavík og við séum að gera hvað við getum til að koma súrefni til sjúklingsins. Við horfum á þetta þannig að við séum að fást við náttúruna, og það er hún sem veldur þessu ástandi. Okkar hlutverk er að reyna halda lífi í Grindavík, og það er það sem við erum að gera.“ Gríðarmikil vinna hafi farið í að halda húsum frostfríum. „Ef við hefðum setið og beðið hefði megnið af húsum í Grindavík verið orðin ónýt núna.“ Með miklu átaki pípulagningameistara hafi tekist að bjarga húsunum en ljóst væri að hitaveitukerfið sé ónýtt að stórum hluta. „Allavega það mikið skemmt að það þarf að grafa það upp, og til dæmis á hafnarsvæðinu er hvorki heitt né kalt vatn.“ Þrjár klukkustundur til að rýma bæinn of langur tími Víðir segir að sérfræðingar í áhættugreiningu hafi verið fengnir til að greina hvert einasta hólf í Grindavík, og hafi komið með aðgerðir til að draga úr áhættunni þannig að hægt sé að hleypa fólki inn. „Niðurstaðan er að raungerast í dag með þessu verkefni sem byrjar núna.“ Þeir sem vilja fara inn í Grindavík þurfa að skrá sig á Ísland.is og fá úthlutuðum ákveðnum tíma. Víðir segir það fyrst og fremst gert til að það sé vitað nákvæmlega hversu margir séu inn í bænum á hvaða tíma, ef skyldi þurfa að rýma. Það tók þrjár klukkustundir að rýma síðast, sem er of langur tími miðað við hættumatið. Þannig við viljum halda betur utan um það. „Síðan samkvæmt áhættumatinu treystum við okkur ekki til að hafa nema ákveðinn fjölda í bænum til að geta rýmt hann í gegnum þær akstursleiðir sem eru í boði.“ Í síðasta eldgosi rann hraun yfir Grindavíkurveg, svo til að komast inn í bæinn um þann veg þarf að fara svokallaðan Norðurljósaveg, framhjá Bláa lóninu. „Það er ekkert sérstaklega góður vegur í öryggistilfellum, svo við erum að reyna skammta eins marga inn á svæðið og við treystum okkur til. Við ætlum að reyna koma öllum bæjarbúum heim á þremur dögum ef það gengur upp,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Í dag og næstu daga fá Grindvíkingar að vitja eigna sinna í bænum. Sækja þarf um tíma til að fá að komast inn í bæinn á Ísland.is, en gert er ráð fyrir að um 300 íbúar geti verið inni í bænum hverju sinni. „Við settum þetta upp í tvennu lagi. Annarsvegar þannig að fólk geti skotist heim núna og næstu þrjá daga, gert er ráð fyrir því að fólk geti stoppað í um það bil þrjá klukkutíma,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er fyrst og fremst til að fólk geti hugað að því helsta. Þeir sem ætla síðan að flytja búslóðir eða flytja eitthvað meira, fá aftur tækifæri seinna í vikunni til að fara og vera í lengri tíma. Þá verður hægt að fara með sendibíla.“ Sífelt erfiðara að halda lífi í bænum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og íbúi í Grindavík að mikillar óánægju gætti meðal margra íbúa sem fyndust yfirvöld hafa komið illa fram. Hann gagnrýndi meðal annars opnun Bláa lónsins og að fréttamenn fengju að fara um Grindavík á meðan íbúum væri haldið frá. „Það er ekki rétt að fjölmiðlamenn hafi fengið að fara inn á svæðið,“ segir Víðir, spurður út í þá gagnrýni. „Þeir hafa kvartað mjög yfir því að fá ekki að fara inn. Þeir fá að fara að varnargörðunum, en ekki inn i bæinn. Myndir sem hafa birst eru frá björgunarsveitinni Þorbirni, svo það séu til myndir af því sem er að gerast, en fjölmiðlar hafa ekki fengið að fara inn.“ Bærinn sé mjög varasamur og búið sé að gera eins miklar ráðstafanir og hægt sé til að fólk geti komist heim til sín. „Okkar verkefni er að reyna halda lífi í bænum á meðan það er hægt. Það verður erfiðara með hverjum atburðinum sem verður.“ Náttúran sé að kyrkja Grindavík Einn af þeim sem hefur gagnrýnt takmarkanir almannavarna og yfirvalda er Stefán Einarsson, íbúi í Grindavík og eigandi Einhamar Seafood, fyrirtækis í bænum. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið, “ sagði Stefán í færslu á Facebook um helgina. „Við horfum á þetta sitthvorum augunum,“ segir Víðir. „Við horfum á þetta sem svo að náttúran sé að kyrkja Grindavík og við séum að gera hvað við getum til að koma súrefni til sjúklingsins. Við horfum á þetta þannig að við séum að fást við náttúruna, og það er hún sem veldur þessu ástandi. Okkar hlutverk er að reyna halda lífi í Grindavík, og það er það sem við erum að gera.“ Gríðarmikil vinna hafi farið í að halda húsum frostfríum. „Ef við hefðum setið og beðið hefði megnið af húsum í Grindavík verið orðin ónýt núna.“ Með miklu átaki pípulagningameistara hafi tekist að bjarga húsunum en ljóst væri að hitaveitukerfið sé ónýtt að stórum hluta. „Allavega það mikið skemmt að það þarf að grafa það upp, og til dæmis á hafnarsvæðinu er hvorki heitt né kalt vatn.“ Þrjár klukkustundur til að rýma bæinn of langur tími Víðir segir að sérfræðingar í áhættugreiningu hafi verið fengnir til að greina hvert einasta hólf í Grindavík, og hafi komið með aðgerðir til að draga úr áhættunni þannig að hægt sé að hleypa fólki inn. „Niðurstaðan er að raungerast í dag með þessu verkefni sem byrjar núna.“ Þeir sem vilja fara inn í Grindavík þurfa að skrá sig á Ísland.is og fá úthlutuðum ákveðnum tíma. Víðir segir það fyrst og fremst gert til að það sé vitað nákvæmlega hversu margir séu inn í bænum á hvaða tíma, ef skyldi þurfa að rýma. Það tók þrjár klukkustundir að rýma síðast, sem er of langur tími miðað við hættumatið. Þannig við viljum halda betur utan um það. „Síðan samkvæmt áhættumatinu treystum við okkur ekki til að hafa nema ákveðinn fjölda í bænum til að geta rýmt hann í gegnum þær akstursleiðir sem eru í boði.“ Í síðasta eldgosi rann hraun yfir Grindavíkurveg, svo til að komast inn í bæinn um þann veg þarf að fara svokallaðan Norðurljósaveg, framhjá Bláa lóninu. „Það er ekkert sérstaklega góður vegur í öryggistilfellum, svo við erum að reyna skammta eins marga inn á svæðið og við treystum okkur til. Við ætlum að reyna koma öllum bæjarbúum heim á þremur dögum ef það gengur upp,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40