Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 12:07 Líkamsárásin var framin á Götubarnum við Hafnarstræti á Akureyri. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola. Í dómi Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp þann 22. janúar en birtur í dag, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 8. maí 2022, á veitinga- og skemmtistaðnum Götubarnum á Akureyri slegið konu í andlitið með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu og hún hlaut tveggja sentímetra skurð innan á efri vör. Óvíst hvort glasi eða flösku hafi verið beitt Í frumskýrslu lögreglu af atvikinu segir að tilkynnt hafi verið um líkamsárás á Götubarnum aðfaranótt sunnudags og þegar lögreglu bar að garði hafi verið búið að loka staðnum. Lögregla hafi tekið skýrslu af brotaþola, sem var enn á staðnum ásamt vinum sínum, sem hafi kveðið konuna hafa komið að henni við barinn við lok kvöldsins og slegið hana með flösku í andlitið. Engin samskipti hafi verið á milli hennar og konunnar fram að því, en hún hefði verið í fylgd með manni sem brotaþoli hafi átt sökótt við vegna eldri atvika. Starfsmaður Götubarsins, sem lögregla ræddi við, hafi aftur á móti ekkert getað staðfest um að konan hefði beitt flösku eða glasi við árásina. Þá hafi upptaka úr öryggismyndavél Götubarsins, sem sýnir hluta atburðarásarinnar, verið meðal gagna málsins. „Á upptökunni sést brotaþoli ganga til ákærðu og ræða við hana. Í samtalinu virðist ákærða æsast upp og brotaþoli hörfar til baka. Ákærða fylgir henni eftir með flösku í hönd. Þær hverfa úr mynd skamma stund, en síðan sést fólk hópast að þeim og ákærða er tekin í burtu. Brotaþoli sést koma hálf vönkuð aftur í mynd og blóð sést leka frá munni hennar,“ segir í dóminum. Frændi konunnar átti að hafa brotið gegn mágkonu brotaþola Í skýrslutöku fyrir dómi kvaðst konan sem varð fyrir árásinni hafi verið á Götubarnum eftir að hafa verið á „staffadjammi“ fyrr um kvöldið. Þar hafi konan verið ásamt frænda sínum, sem brotaþoli hafi átt sökótt við vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar hans á mágkonu brotaþola, sem brotaþoli hafi orðið vitni að. Konuna hafi hún einnig þekkt þar sem þær hefðu unnið saman. „Kvað vitnið ákærðu hafa komið skyndilega aftan að sér, gengið fram fyrir sig, skvett úr glasi yfir sig og slegið sig síðan með glasinu í andlit með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru.“ Frændi konunnar og hinn meinti kynferðisafbrotamaður gaf einnig skýrslu fyrir dómi en hann sagðist ekki hafa séð atvikið sem um ræddi. Hann hafi einungis talið orðaskipti hafa átt sér stað á milli brotaþola og frænku hans. Brotaþoli hafi margsinnis haft uppi ásakanir í garð hans um að hann væri „nauðgari“ og kallað hann það á opinberum vettvangi. Þetta kvöld hafi hún gert það og frænkan fengið nóg og látið heyra í sér. Hann hafi þurft að leita sér sálfræðihjálpar vegna ásakana brotaþola og þær hafi lagst þungt á hann. Frænka hans hafi séð hann brotna niður vegna þeirra. Þarf að greiða mögulegan tannlæknakostnað Í niðurstöðukafla dómsins segir að konan hafi neitað sök í málinu en fyrir dómi hafi hún neitað að gefa skýrslu um málið. Því væri óhjákvæmilegt að líta til framburðar hennar í skýrslutöku hjá lögreglu. Þar hafi hún sagst lítið muna eftir atvikum umrætt kvöld, enda væri hún gjörn á að gleyma atvikum sem hún vilji ekki muna. Hún hafi ekki getað neitað því að hafa slegið konuna með flösku en sagst ekki muna til þess. Framburður brotaþola fyrir dómi hafi verið skýr, trúverðugur og afdráttarlaus og framburður þriggja vitna renni stoðum undir framburð brotaþola. Það geri upptökur úr öryggismyndavélum sömuleiðis. Þá væri sannað með læknisvottorði og framburði tannlæknis að brotaþoli hefði orðið fyrir þeim áverkum sem lýst var í ákæru. Því teldist sannað að konan hefði gerst sek um þá háttsemi sem hún var sökuð um í ákæru. Athygli vekur að ekki var ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með vopni og því reyndi ekki á sönnunarfærslu um það hvort konan hefði beitt flösku eða glasi. Konan var sem áður segir dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hún var dæmd til að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 600 þúsund krónur, útlagðan sjúkrakostnað upp á 98 þúsund krónur og 6.600 krónur í þjáningarbætur vegna þriggja daga sem brotaþoli var frá vinnu. Þá var fallist á kröfu brotaþola um viðurkenningu á bótaskyldu konunnar vegna frekara tjóns sem brotaþoli gæti orðið fyrir vegna árásarinnar. Brotaþoli hafði sannað að líkur væru á frekara tjóni, meðal annars með vísan til vættis tannlæknis um að hún muni þurfa postulínskrónu á aðra tönnina hið minnsta. Loks var konan dæmd til að greiða sakarkostnað upp á 725 þúsund krónur. Dómsmál Akureyri Næturlíf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Í dómi Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp þann 22. janúar en birtur í dag, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 8. maí 2022, á veitinga- og skemmtistaðnum Götubarnum á Akureyri slegið konu í andlitið með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu og hún hlaut tveggja sentímetra skurð innan á efri vör. Óvíst hvort glasi eða flösku hafi verið beitt Í frumskýrslu lögreglu af atvikinu segir að tilkynnt hafi verið um líkamsárás á Götubarnum aðfaranótt sunnudags og þegar lögreglu bar að garði hafi verið búið að loka staðnum. Lögregla hafi tekið skýrslu af brotaþola, sem var enn á staðnum ásamt vinum sínum, sem hafi kveðið konuna hafa komið að henni við barinn við lok kvöldsins og slegið hana með flösku í andlitið. Engin samskipti hafi verið á milli hennar og konunnar fram að því, en hún hefði verið í fylgd með manni sem brotaþoli hafi átt sökótt við vegna eldri atvika. Starfsmaður Götubarsins, sem lögregla ræddi við, hafi aftur á móti ekkert getað staðfest um að konan hefði beitt flösku eða glasi við árásina. Þá hafi upptaka úr öryggismyndavél Götubarsins, sem sýnir hluta atburðarásarinnar, verið meðal gagna málsins. „Á upptökunni sést brotaþoli ganga til ákærðu og ræða við hana. Í samtalinu virðist ákærða æsast upp og brotaþoli hörfar til baka. Ákærða fylgir henni eftir með flösku í hönd. Þær hverfa úr mynd skamma stund, en síðan sést fólk hópast að þeim og ákærða er tekin í burtu. Brotaþoli sést koma hálf vönkuð aftur í mynd og blóð sést leka frá munni hennar,“ segir í dóminum. Frændi konunnar átti að hafa brotið gegn mágkonu brotaþola Í skýrslutöku fyrir dómi kvaðst konan sem varð fyrir árásinni hafi verið á Götubarnum eftir að hafa verið á „staffadjammi“ fyrr um kvöldið. Þar hafi konan verið ásamt frænda sínum, sem brotaþoli hafi átt sökótt við vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar hans á mágkonu brotaþola, sem brotaþoli hafi orðið vitni að. Konuna hafi hún einnig þekkt þar sem þær hefðu unnið saman. „Kvað vitnið ákærðu hafa komið skyndilega aftan að sér, gengið fram fyrir sig, skvett úr glasi yfir sig og slegið sig síðan með glasinu í andlit með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru.“ Frændi konunnar og hinn meinti kynferðisafbrotamaður gaf einnig skýrslu fyrir dómi en hann sagðist ekki hafa séð atvikið sem um ræddi. Hann hafi einungis talið orðaskipti hafa átt sér stað á milli brotaþola og frænku hans. Brotaþoli hafi margsinnis haft uppi ásakanir í garð hans um að hann væri „nauðgari“ og kallað hann það á opinberum vettvangi. Þetta kvöld hafi hún gert það og frænkan fengið nóg og látið heyra í sér. Hann hafi þurft að leita sér sálfræðihjálpar vegna ásakana brotaþola og þær hafi lagst þungt á hann. Frænka hans hafi séð hann brotna niður vegna þeirra. Þarf að greiða mögulegan tannlæknakostnað Í niðurstöðukafla dómsins segir að konan hafi neitað sök í málinu en fyrir dómi hafi hún neitað að gefa skýrslu um málið. Því væri óhjákvæmilegt að líta til framburðar hennar í skýrslutöku hjá lögreglu. Þar hafi hún sagst lítið muna eftir atvikum umrætt kvöld, enda væri hún gjörn á að gleyma atvikum sem hún vilji ekki muna. Hún hafi ekki getað neitað því að hafa slegið konuna með flösku en sagst ekki muna til þess. Framburður brotaþola fyrir dómi hafi verið skýr, trúverðugur og afdráttarlaus og framburður þriggja vitna renni stoðum undir framburð brotaþola. Það geri upptökur úr öryggismyndavélum sömuleiðis. Þá væri sannað með læknisvottorði og framburði tannlæknis að brotaþoli hefði orðið fyrir þeim áverkum sem lýst var í ákæru. Því teldist sannað að konan hefði gerst sek um þá háttsemi sem hún var sökuð um í ákæru. Athygli vekur að ekki var ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með vopni og því reyndi ekki á sönnunarfærslu um það hvort konan hefði beitt flösku eða glasi. Konan var sem áður segir dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hún var dæmd til að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 600 þúsund krónur, útlagðan sjúkrakostnað upp á 98 þúsund krónur og 6.600 krónur í þjáningarbætur vegna þriggja daga sem brotaþoli var frá vinnu. Þá var fallist á kröfu brotaþola um viðurkenningu á bótaskyldu konunnar vegna frekara tjóns sem brotaþoli gæti orðið fyrir vegna árásarinnar. Brotaþoli hafði sannað að líkur væru á frekara tjóni, meðal annars með vísan til vættis tannlæknis um að hún muni þurfa postulínskrónu á aðra tönnina hið minnsta. Loks var konan dæmd til að greiða sakarkostnað upp á 725 þúsund krónur.
Dómsmál Akureyri Næturlíf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira