Góðar útboðsvenjur geta lækkað kostnað Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Bjartmar Steinn Guðjónsson skrifa 29. janúar 2024 15:00 Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun