Grænhöfðaeyjar og Fílabeinsströndin í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:15 Garry Mendes Rodrigues og Gilson Benchimol Tavares fagna. Ulrik Pedersen/Getty Images Grænhöfðaeyjar og Fílabeinsströndin eru komin í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Senegal og Fílabeinsströndin mættust í einum af stórleikjum 16-liða úrslita keppninnar. Eftir að Habib Diallo kom Senegal yfir eftir undirbúning Sadio Mané lögðust ríkjandi meistarar niður og vörðu forskotið. Sóknarleikur Fílabeinstrandarinnar var hvorki fugl né fiskur og tókst þeim í raun ekki að ógna forystu Senegal fyrr en vítaspyrna var dæmd seint í leiknum. Édouard Mendy, markvörður Senegal, brotlegur og hlaut hann gula spjaldið að launum. Franck Kessié, núverandi leikmaður Al Ahli í Sádi-Arabíu og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við AC Milan og Barcelona, fór á vítapunktinn og jafnaði metin í 1-1. Það var staðan þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Þar var Moussa Niakhaté, leikmaður Senegal sá eini sem brenndi af og því gat Kessié tryggt Fílabeinsströndinni sæti í 8-liða úrslitum þegar hann tók fimmtu spyrnu sinna manna. Honum brást ekki bogalistin og Fílabeinsströndin er komináfram þar sem leikur gegn Malí eða Búrkína Fasó bíður þeirra. ! The hosts march on to the next #TotalEnergiesAFCON2023 round! pic.twitter.com/mzN9EmnCfD— CAF (@CAF_Online) January 29, 2024 Grænhöfða-ævintýrið heldur áfram Ótrúlegt gengi Grænhöfðaeyja heldur áfram en það hjálpaði vissulega að mæta Máritaníu í 16-liða úrslitum. Today I feel Mauritani Márar dottnir út. Grænhöfðaeyjar seigir. Galin saga - ætti ekki að vera fótbolti þarna. Landið 90% Sahara eyðimörkinÞá hófst Yahya Ould Ahmed x Blatter x Infantino collab sem Márar tala um næstu aldir11 mills$. Nýr völlur. State of the art academy pic.twitter.com/NqzMSb4SOY— Jói Ástvalds (@JoiPall) January 29, 2024 Leikurinn var nokkuð fjörugur en eina mark leiksins kom ekki fyrr en aðeins tvær mínútur lifðu leiks. Þá fengu Grænhöfðaeyjar vítaspyrnu. Ryan Isaac Mendes da Graça fór á vítapunktinn og tryggði Grænhöfðaeyjum 1-0 sigur og sæti í 8-liða úrslitum þar sem Marokkó eða Suður-Afríka verður mótherjnn. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Senegal og Fílabeinsströndin mættust í einum af stórleikjum 16-liða úrslita keppninnar. Eftir að Habib Diallo kom Senegal yfir eftir undirbúning Sadio Mané lögðust ríkjandi meistarar niður og vörðu forskotið. Sóknarleikur Fílabeinstrandarinnar var hvorki fugl né fiskur og tókst þeim í raun ekki að ógna forystu Senegal fyrr en vítaspyrna var dæmd seint í leiknum. Édouard Mendy, markvörður Senegal, brotlegur og hlaut hann gula spjaldið að launum. Franck Kessié, núverandi leikmaður Al Ahli í Sádi-Arabíu og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við AC Milan og Barcelona, fór á vítapunktinn og jafnaði metin í 1-1. Það var staðan þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Þar var Moussa Niakhaté, leikmaður Senegal sá eini sem brenndi af og því gat Kessié tryggt Fílabeinsströndinni sæti í 8-liða úrslitum þegar hann tók fimmtu spyrnu sinna manna. Honum brást ekki bogalistin og Fílabeinsströndin er komináfram þar sem leikur gegn Malí eða Búrkína Fasó bíður þeirra. ! The hosts march on to the next #TotalEnergiesAFCON2023 round! pic.twitter.com/mzN9EmnCfD— CAF (@CAF_Online) January 29, 2024 Grænhöfða-ævintýrið heldur áfram Ótrúlegt gengi Grænhöfðaeyja heldur áfram en það hjálpaði vissulega að mæta Máritaníu í 16-liða úrslitum. Today I feel Mauritani Márar dottnir út. Grænhöfðaeyjar seigir. Galin saga - ætti ekki að vera fótbolti þarna. Landið 90% Sahara eyðimörkinÞá hófst Yahya Ould Ahmed x Blatter x Infantino collab sem Márar tala um næstu aldir11 mills$. Nýr völlur. State of the art academy pic.twitter.com/NqzMSb4SOY— Jói Ástvalds (@JoiPall) January 29, 2024 Leikurinn var nokkuð fjörugur en eina mark leiksins kom ekki fyrr en aðeins tvær mínútur lifðu leiks. Þá fengu Grænhöfðaeyjar vítaspyrnu. Ryan Isaac Mendes da Graça fór á vítapunktinn og tryggði Grænhöfðaeyjum 1-0 sigur og sæti í 8-liða úrslitum þar sem Marokkó eða Suður-Afríka verður mótherjnn.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira