Nota Suðurstrandarveg á morgun en leita fleiri leiða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 23:19 Þeir Grindvíkingar sem ætla að fara í bæinn á morgun að vitja heimila sinna og ná í eignir fara um Suðurstrandarveg. Vísir/Arnar Suðurstrandarvegur verður áfram leiðin inn í Grindavík fyrir þá bæjarbúa sem þangað fara á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að Vegagerðin verði á vaktinni og muni ryðja veginn ef þörf krefji. Slíkt sé líklegt miðað við veðurspá. Nokkuð hefur borið á óánægju með skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík sem hófst í dag. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að fólk sé látið keyra Suðurstrandarveg inn í bæinn. Sjá einnig: Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun „Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Af þessum þremur vegum sé Norðurljósavegur mikilvægastur, sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Vegurinn sé laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Hætt sé við því að ef allri umferð íbúa yrði beint um veginn myndi hann teppast vegna umferðar, óhappa, bilana eða annarra orsaka. Þá segir að umferð um Suðurstrandaveg verði minni umferð um skilgreind hættusvæði númer 1 og 3 á hættukorti Veðurstofunnar, sem sjá má hér að neðan. „Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma. Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.“ Þá þurfi forsvarsmenn fyrirtækja einnig að vitja eigna þeirra, en Nesvegur sé nýttur til þess svo minnka megi samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Það sé gert út frá því mati á þeim viðgerðum sem þurft hefur að ráðast í á vegakerfi Grindavíkur og þeim þunga og ágangi sem það þolir. „Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitað er leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi. Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að Vegagerðin verði á vaktinni og muni ryðja veginn ef þörf krefji. Slíkt sé líklegt miðað við veðurspá. Nokkuð hefur borið á óánægju með skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík sem hófst í dag. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að fólk sé látið keyra Suðurstrandarveg inn í bæinn. Sjá einnig: Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun „Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Af þessum þremur vegum sé Norðurljósavegur mikilvægastur, sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Vegurinn sé laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Hætt sé við því að ef allri umferð íbúa yrði beint um veginn myndi hann teppast vegna umferðar, óhappa, bilana eða annarra orsaka. Þá segir að umferð um Suðurstrandaveg verði minni umferð um skilgreind hættusvæði númer 1 og 3 á hættukorti Veðurstofunnar, sem sjá má hér að neðan. „Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma. Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.“ Þá þurfi forsvarsmenn fyrirtækja einnig að vitja eigna þeirra, en Nesvegur sé nýttur til þess svo minnka megi samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Það sé gert út frá því mati á þeim viðgerðum sem þurft hefur að ráðast í á vegakerfi Grindavíkur og þeim þunga og ágangi sem það þolir. „Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitað er leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi. Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18