Verkís leiðir milljarðaverkefni Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 11:32 Til stendur að knýja þetta ítalska flutningaskip með rafeldsneyti. Verkís Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Kjartani Due Nielsen, nýsköpunarstjóra Verkís, að í verkefninu sé unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri og koma svo lausnunum á markað. Auk verkefnastjórnunar sjá Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu. Næsta skref að skipta út aðalvélinni „Fyrir hönd alls hópsins og samstarfsaðila get ég sagt að við erum afar stolt og þakklát því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur valið að styðja við þetta verkefni að gera alþjóðlegar siglingar umhverfisvænni. Við munum setja nýjan tækjabúnað um borð í flutningaskip og prófa meðan skipið er í flutningum á milli landa og sanna að hægt sé að nota eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti á varaaflvél skipsins. Ef það gengur eftir væri næsta skref að skipta um aðalvél skipsins fyrir full orkuskipti. Verkefnið er mjög framsækið og getur gjörbylt orkuskiptum á sjó,“ er haft eftir Kjartani. Nýtt eldsneytiskerfi verði sett upp í flutningaskipinu án þess að skerða rekstrargetu þess. Ammoníak og lífmetanól verði flutt um borð í skipið og síðan umbreytt í vetni. Vetninu svo breytt í raforku með efnarafali sem muni sjá um að knýja varaaflvél skipsins. Sú orka sem þarf til þess að umbreyta vetninu verði fengin með sólarsellum sem verði komið fyrir á skipinu. Mikilvægt að geta nýtt eldri skip með vistvænum hætti Í tilkynningu segir að hefðbundnir skipaflutningar krefjist mikils magns af jarðefnaeldsneyti og losi 2,5% prósent gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en um 80 til 90 prósent vöruflutninga í heiminum séu með flutningaskipum og fari vaxandi. „Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. GAMMA verkefnið mun styðja við þetta markmið.“ Ljóst sé að hröð þróun muni þurfa að eiga sér stað til þess að markmið IMO um kolefnishlutleysi náist. Langflest stórflutningaskip í dag gangi fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa sé langur. Því sé mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram með því að uppfæra þau með vistvænni tæknilausnum. GAMMA stendur fyrir „Green Ammonia and Biometanol fuel MARitime Vessels“ og að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 16 fyrirtækja og rannsóknarstofnana frá 11 Evrópulöndum. GAMMA verkefnið hófst í janúar 2024 og mun standa yfir í fimm ár. Umhverfismál Nýsköpun Skipaflutningar Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Kjartani Due Nielsen, nýsköpunarstjóra Verkís, að í verkefninu sé unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri og koma svo lausnunum á markað. Auk verkefnastjórnunar sjá Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu. Næsta skref að skipta út aðalvélinni „Fyrir hönd alls hópsins og samstarfsaðila get ég sagt að við erum afar stolt og þakklát því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur valið að styðja við þetta verkefni að gera alþjóðlegar siglingar umhverfisvænni. Við munum setja nýjan tækjabúnað um borð í flutningaskip og prófa meðan skipið er í flutningum á milli landa og sanna að hægt sé að nota eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti á varaaflvél skipsins. Ef það gengur eftir væri næsta skref að skipta um aðalvél skipsins fyrir full orkuskipti. Verkefnið er mjög framsækið og getur gjörbylt orkuskiptum á sjó,“ er haft eftir Kjartani. Nýtt eldsneytiskerfi verði sett upp í flutningaskipinu án þess að skerða rekstrargetu þess. Ammoníak og lífmetanól verði flutt um borð í skipið og síðan umbreytt í vetni. Vetninu svo breytt í raforku með efnarafali sem muni sjá um að knýja varaaflvél skipsins. Sú orka sem þarf til þess að umbreyta vetninu verði fengin með sólarsellum sem verði komið fyrir á skipinu. Mikilvægt að geta nýtt eldri skip með vistvænum hætti Í tilkynningu segir að hefðbundnir skipaflutningar krefjist mikils magns af jarðefnaeldsneyti og losi 2,5% prósent gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en um 80 til 90 prósent vöruflutninga í heiminum séu með flutningaskipum og fari vaxandi. „Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. GAMMA verkefnið mun styðja við þetta markmið.“ Ljóst sé að hröð þróun muni þurfa að eiga sér stað til þess að markmið IMO um kolefnishlutleysi náist. Langflest stórflutningaskip í dag gangi fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa sé langur. Því sé mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram með því að uppfæra þau með vistvænni tæknilausnum. GAMMA stendur fyrir „Green Ammonia and Biometanol fuel MARitime Vessels“ og að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 16 fyrirtækja og rannsóknarstofnana frá 11 Evrópulöndum. GAMMA verkefnið hófst í janúar 2024 og mun standa yfir í fimm ár.
Umhverfismál Nýsköpun Skipaflutningar Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira