Ættum að vera á pari við hin Norðurlöndin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:11 Atli Þór Fanndal Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn. Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“ Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28