Við ræðum við Elínu Jakobínu sem er nýkomin til landsins frá Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður einnig rætt við utanríkisráðherra um frystingu á framlögum til mannúðaraðstoðar og við skoðum snjóvirki sem mótmælendur reistu á Austurvelli.
Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp tvö ár og minnkaði umfram væntingar á milli mánaða. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka mætir í settið og fer yfir möguleg áhrif þess á stýrivexti.
Þá verður rætt við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni um jarðhræringar við Bláfjöll, við kynnum okkur helstu framkvæmdir ársins og heyrum í bæjarstjóra Vestmannaeyja í beinni um slæmar samgöngur við Eyjar.
Að lokum kíkir Magnús Hlynur í svínastíu þar sem gyltur fá bjór til þess að örva mjólkurframleiðslu og í Íslandi í dag hittir Vala Matt danskennarann Önnu Claessen sem er sögð mikil gleðisprengja.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.