Varar við að bílar muni sitja fastir Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 10:21 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að veðrið sem skellur á suðvesturhornið um hádegisbil muni skapa vandræði. Stöð 2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér. Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér.
Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11
Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent