Innlent

Líðan öku­mannsins sögð stöðug

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð á Reykjanesbraut, skammt frá álverinu í Straumsvík.
Slysið varð á Reykjanesbraut, skammt frá álverinu í Straumsvík. Vísir/Vilhelm

Líðan mannsins, sem lenti í árekstri við flutningabíl skammt frá álverinu í Straumsvík í gærkvöldi, er sögð stöðug. Beita þurfti klippum til þess að ná honum út úr fólksbíl sínum og hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði, í samtali við Vísi. 

Hann segir að aðstæður hafi verið erfiðar á vettvangi slyssins og töluverð hálka, líkt og víða annars staðar. Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega í umferðinni við þær aðstæður sem nú eru á vegum.

Lögregla rannsaki tildrög slyssins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×