Ágúst Eðvald: Veit alveg hvað í mér býr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2024 09:00 Ágúst Eðvald kann vel við sig í Kaupmannahöfn. Akademisk Boldklub Gladsaxe Ágúst Eðvald Hlynsson samdi nýverið við AB Gladsaxe sem spilar í C-deildinni í Danmörku. Hann segir að ekki sé um að ræða skrif niður á við frá Breiðabliki þar sem hann spilaði á síðasta ári en nýir eigendur AB stefna hátt og er Ágúst Eðvald spenntur að vera hluti af því verkefni. „Ég heyrði af áhuga AB í október eða nóvember, var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þá. Svo þegar tímabilið var búið þá sýndu þeir enn áhuga, þá leyfði ég mér að skoða þetta með umboðsmanninum mínum. Þetta þróaðist svo í þátt átt að ég endaði á að koma til þeirra, skoða aðstæður og svona.“ „Ég hugsa þetta þannig að um er að ræða lið með mikla sögu. Það eru nýir eigendur, keyptu félagið fyrir tæplega árið síðan. Eru að setja mikið inn í félagið, það er að ég held ekki einn leikmaður hjá félaginu í dag sem var þar þegar þeir tóku við því. Svo er verið að sækja leikmenn alls staðar að, mjög alþjóðlegt umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Maður finnur að það er alvöru verkefni í gangi þarna, það er aðalástæðan fyrir að ég stökk á þetta. Fór út að skoða aðstæður, sá hversu metnaðarfullt félagið er og hvað það ætlar sér að gera þegar fram líða sundir.“ Á flakki undanfarin ár Hinn 23 ára gamli Ágúst Eðvald hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en það á sér eðlilega útskýringu. „Eftir tímabilið 2020 er ég keyptur til AC Horsens í efstu deild Danmerkur. Það gerist síðan að þjálfarinn sem fær mig inn er látinn fara nokkrum leikjum eftir að ég kem til félagsins. Ég passa svo ekki í formúlu nýja þjálfarans og fer á lán til FH.“ „Þar gekk mér nægilega vel til að vera kallaður til baka. Leið samt ekki nægilega vel og fannst þetta ekki gott umhverfi fyrir mig. Fer svo í Val á láni og sem svo við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.“ „Tel mig hafa verið heppinn, maður lærir ekkert eðlilega mikið í þeim félögum sem ég hef verið í á Íslandi.“ „Ég veit alveg hvað í mér býr, er heppinn á fá þetta tækifæri í Danmörku en fyrir mér er þetta win-win. Ef ég spila vel og liðinu gengur vel förum við upp um deild sem er hrikalega sterkt. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa félaginu að komast upp um deild, svo tökum við stöðuna.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Að vera atvinnumaður í Kaupmannahöfn og spila á velli sem tekur 14 þúsund manns er bara ævintýri.“ Að lokum var Ágúst Eðvald spurður út í yngri bróðir sinn, Kristian Nökkva. Sá hefur átt frábært tímabil með Ajax í Hollandi. Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur.Getty Images/Jeroen van den Berg „Myndi ekki segja að ég hafi kennt honum allt sem hann kann. Við ólumst tveir upp saman og vorum alltaf að naggast í hvor öðrum, hvort sem það var út á velli eða heima. Hann fékk líka alltaf að koma með okkur út á völl þrátt fyrir að vera mun yngri. Þar var honum tekið sem jafningja svo ég bombaði hann niður við öll tækifæri,“ sagði Ágúst Eðvald hlæjandi. „Er samt gjörsamlega geðveikt að sjá hversu vel honum gengur. Hann er á frábærum stað og það er rosalegt að sjá hversu langt hann er kominn miðað við aldur. Ég er ekkert eðlilega stoltur af honum.“ Fótbolti Breiðablik Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
„Ég heyrði af áhuga AB í október eða nóvember, var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þá. Svo þegar tímabilið var búið þá sýndu þeir enn áhuga, þá leyfði ég mér að skoða þetta með umboðsmanninum mínum. Þetta þróaðist svo í þátt átt að ég endaði á að koma til þeirra, skoða aðstæður og svona.“ „Ég hugsa þetta þannig að um er að ræða lið með mikla sögu. Það eru nýir eigendur, keyptu félagið fyrir tæplega árið síðan. Eru að setja mikið inn í félagið, það er að ég held ekki einn leikmaður hjá félaginu í dag sem var þar þegar þeir tóku við því. Svo er verið að sækja leikmenn alls staðar að, mjög alþjóðlegt umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Maður finnur að það er alvöru verkefni í gangi þarna, það er aðalástæðan fyrir að ég stökk á þetta. Fór út að skoða aðstæður, sá hversu metnaðarfullt félagið er og hvað það ætlar sér að gera þegar fram líða sundir.“ Á flakki undanfarin ár Hinn 23 ára gamli Ágúst Eðvald hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en það á sér eðlilega útskýringu. „Eftir tímabilið 2020 er ég keyptur til AC Horsens í efstu deild Danmerkur. Það gerist síðan að þjálfarinn sem fær mig inn er látinn fara nokkrum leikjum eftir að ég kem til félagsins. Ég passa svo ekki í formúlu nýja þjálfarans og fer á lán til FH.“ „Þar gekk mér nægilega vel til að vera kallaður til baka. Leið samt ekki nægilega vel og fannst þetta ekki gott umhverfi fyrir mig. Fer svo í Val á láni og sem svo við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.“ „Tel mig hafa verið heppinn, maður lærir ekkert eðlilega mikið í þeim félögum sem ég hef verið í á Íslandi.“ „Ég veit alveg hvað í mér býr, er heppinn á fá þetta tækifæri í Danmörku en fyrir mér er þetta win-win. Ef ég spila vel og liðinu gengur vel förum við upp um deild sem er hrikalega sterkt. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa félaginu að komast upp um deild, svo tökum við stöðuna.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Að vera atvinnumaður í Kaupmannahöfn og spila á velli sem tekur 14 þúsund manns er bara ævintýri.“ Að lokum var Ágúst Eðvald spurður út í yngri bróðir sinn, Kristian Nökkva. Sá hefur átt frábært tímabil með Ajax í Hollandi. Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur.Getty Images/Jeroen van den Berg „Myndi ekki segja að ég hafi kennt honum allt sem hann kann. Við ólumst tveir upp saman og vorum alltaf að naggast í hvor öðrum, hvort sem það var út á velli eða heima. Hann fékk líka alltaf að koma með okkur út á völl þrátt fyrir að vera mun yngri. Þar var honum tekið sem jafningja svo ég bombaði hann niður við öll tækifæri,“ sagði Ágúst Eðvald hlæjandi. „Er samt gjörsamlega geðveikt að sjá hversu vel honum gengur. Hann er á frábærum stað og það er rosalegt að sjá hversu langt hann er kominn miðað við aldur. Ég er ekkert eðlilega stoltur af honum.“
Fótbolti Breiðablik Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira