Segir fótboltáhugafólk í Bandaríkjunum ekki hafa mikið vit á íþróttinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 16:01 Lindsey Horan gefur ekki mikið fyrir knattspyrnuþekkingu landa sinna. Getty/Carmen Mandato Lindsey Horan, fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins, hefur ekki mikla trú á knattspyrnuþekkingu margra stuðningsmanna landsliðsins. Hún segir að stuðningsfólk liðsins skorti hreinlega þekkingu til að meta hennar frammistöðu í leikjunum en bandaríska liðið olli gríðarlegum vonbrigðum með frammistöðu sinni á síðasta heimsmeistaramóti. Horan hefur því eins og liðsfélagar hennar mátt þola mikla gagnrýni. USWNT captain Lindsey Horan with a brutally honest take on the current football scene in America, per the Athletic pic.twitter.com/6qfE2DQuDg— OneFootball (@OneFootball) February 2, 2024 „Flestir stuðningsmanna okkar eru ekki gáfaðir. Þeir þekkja ekki leikinn og þeir skilja hann ekki. Þetta er samt að verða betra,“ sagði Lindsey Horan í viðtali við The Athletic. „Ég mun örugglega reita sumt fólk til reiði með þessum orðum en íþróttin er að stækka í Bandaríkjunum. Fólk er að læra betur og betur inn á fótboltann en oftast tekur það bara mark á lýsandanum,“ sagði Horan. „Mamma mín gerir það. Mamma segir við mig: Julie Foudy [knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðskona] sagði að þú hafi átt góðan leik. Ég vissi aftur á móti að ég gat ekki neitt í þessum leik,“ sagði Horan. Hin 29 ára gamla Horan spilar með Lyon í Frakklandi og þar segir hún að hlutirnir séu öðruvísi. „Frá því sem ég hef heyrt þá skilur fólk leikinn minn betur hér, veit meira um hvernig ég sé leikinn og hvernig ég spila. Þetta er franski kúltúrinn. Hér horfa allir á fótboltann og fólk þekkir fótboltann,“ sagði Horan. The #USWNT captain hears the criticism. Some of it she agrees with.The rest, well @itsmeglinehan's exclusive interview with Lindsey Horan https://t.co/BGDjNAvbyj pic.twitter.com/Gsm2bV6rrm— The Athletic (@TheAthletic) February 1, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Hún segir að stuðningsfólk liðsins skorti hreinlega þekkingu til að meta hennar frammistöðu í leikjunum en bandaríska liðið olli gríðarlegum vonbrigðum með frammistöðu sinni á síðasta heimsmeistaramóti. Horan hefur því eins og liðsfélagar hennar mátt þola mikla gagnrýni. USWNT captain Lindsey Horan with a brutally honest take on the current football scene in America, per the Athletic pic.twitter.com/6qfE2DQuDg— OneFootball (@OneFootball) February 2, 2024 „Flestir stuðningsmanna okkar eru ekki gáfaðir. Þeir þekkja ekki leikinn og þeir skilja hann ekki. Þetta er samt að verða betra,“ sagði Lindsey Horan í viðtali við The Athletic. „Ég mun örugglega reita sumt fólk til reiði með þessum orðum en íþróttin er að stækka í Bandaríkjunum. Fólk er að læra betur og betur inn á fótboltann en oftast tekur það bara mark á lýsandanum,“ sagði Horan. „Mamma mín gerir það. Mamma segir við mig: Julie Foudy [knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðskona] sagði að þú hafi átt góðan leik. Ég vissi aftur á móti að ég gat ekki neitt í þessum leik,“ sagði Horan. Hin 29 ára gamla Horan spilar með Lyon í Frakklandi og þar segir hún að hlutirnir séu öðruvísi. „Frá því sem ég hef heyrt þá skilur fólk leikinn minn betur hér, veit meira um hvernig ég sé leikinn og hvernig ég spila. Þetta er franski kúltúrinn. Hér horfa allir á fótboltann og fólk þekkir fótboltann,“ sagði Horan. The #USWNT captain hears the criticism. Some of it she agrees with.The rest, well @itsmeglinehan's exclusive interview with Lindsey Horan https://t.co/BGDjNAvbyj pic.twitter.com/Gsm2bV6rrm— The Athletic (@TheAthletic) February 1, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira