Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. febrúar 2024 08:53 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira