Innlent

Píparar og raf­virkjar hús úr húsi í Grinda­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Einar

Píparar og rafvirkjar ganga nú hús úr húsi í Grindavík ásamt viðbragðsaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að verið sé að kanna hvort hiti og rafmagn sé í húsum Grindvíkinga. Þá kemur fram að undirbúningur sé í gangi fyrir komandi daga.

Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er auk þess talið verulega laskað. Þá er stofnlögn heitavatns frá Svartsengi ónýt og er notast við leka lögn í staðinn.

Almannavarnir hafa sagt að hugsanlega verði að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. Áður hefur komið fram að óvíst sé hversu margar fasteignir í Grindavík hafi orðið fyrir tjóni en ljóst sé að þegar hafi orðið tjón á eignum vegna frostskemmda og/eða leka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×