Viðreisn hætt við ESB? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2024 11:00 Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Fyrsta skrefið yrði að fækka ráðuneytum. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið. Kæmi þannig til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið hefði það meðal annars í för með sér að fara þyrfti í umfangsmikla stofnanauppbyggingu hér á landi, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að hægt væri að standa undir þeim viðamiklu skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Um þetta má til dæmis einfaldlega lesa í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið. Telur stjórnsýslu Íslands of litla Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að vegna smæðar sé stjórnsýslan alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í það: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Minna fylgi en í kosningunum Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti allt of fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Trúverðugleiki þess að gagnrýna umfang hins opinbera hér á landi er vitanlega enginn þegar meginstefna Viðreisnar felur í sér að það yrði þvert á móti stóraukið. Væri forystumönnum flokksins raunverulega umhugað um það að draga úr umfangi hins opinbera væri stefna hans ljóslega ekki að ganga i Evrópusambandið sem hefði í för með sér mikla útþenslu hins opinbera samkvæmt gögnum sambandsins sjálfs! Er að furða að Gallup skuli mæla flokkinn með minna fylgi en hann hlaut í síðustu kosningum – í stjórnarandstöðu? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Fyrsta skrefið yrði að fækka ráðuneytum. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið. Kæmi þannig til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið hefði það meðal annars í för með sér að fara þyrfti í umfangsmikla stofnanauppbyggingu hér á landi, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að hægt væri að standa undir þeim viðamiklu skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Um þetta má til dæmis einfaldlega lesa í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið. Telur stjórnsýslu Íslands of litla Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að vegna smæðar sé stjórnsýslan alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í það: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Minna fylgi en í kosningunum Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti allt of fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Trúverðugleiki þess að gagnrýna umfang hins opinbera hér á landi er vitanlega enginn þegar meginstefna Viðreisnar felur í sér að það yrði þvert á móti stóraukið. Væri forystumönnum flokksins raunverulega umhugað um það að draga úr umfangi hins opinbera væri stefna hans ljóslega ekki að ganga i Evrópusambandið sem hefði í för með sér mikla útþenslu hins opinbera samkvæmt gögnum sambandsins sjálfs! Er að furða að Gallup skuli mæla flokkinn með minna fylgi en hann hlaut í síðustu kosningum – í stjórnarandstöðu? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun