Börn og ungmenni eiga meiri virðingu skilið Eymundur Eymundsson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar